Page number 2

Höllin mín Þegar kaldir vindar úr norðri byrja að blása og dagsbirtan er af skornum skammti hefst tími kertaljósa, rólegheita og meiri inniveru. Við Íslendingar erum líklega einstaklega góð í að aðlagast nýjum veðurafbrigðum og árstíðum – því fljótt skipast veður í lofti á Íslandi. Við eigum hins vegar hlý og vel byggð hús sem gott er að hjúfra sig inn í á köldum vetrardögum. Nú eru jólin á næsta leiti, tilhlökkunin og spennan er farin að gera vart við sig. Jólin er tími samverustunda og gleði, sá tími sem okkur hlakkar mikið til því þessi tilfinning sem fylgir hátíðinni er góð og innileg. Við vonum að þetta tímarit gefi þér skemmtun, innblástur og hugmyndir fyrir þitt heimili. Við þökkum öllum þeim sem opnuðu heimili sín og réttu okkur hjálparhönd. Við í Höllinni höfum verið önnum kafin við að taka upp nýjar og spennandi vörur sem okkur hlakkar til að sýna þér. Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og hamingju alla daga. Höllin mín eða kannski jólahöllin mín? Við erum að minnsta kosti komin í jólaskapið. Með kveðju Starfsfólk Húsgagnahallarinnar 2

Page number 3

4 20 36 46 60 68 EFNISYFIRLIT 4/5/6/7/8/9 Sitt lítið af hverju 10/11 Gjafahugmyndir – undir 5.000 kr 12 Jólatröllin 14 Lie Gourmet 16 Oyoy 18 Gjafahugmyndir – 5.000-10.000 kr 20 Innlit til systranna Elínar, Betu og Siggu 30 Gjafahugmyndir – 10.000-15.000 kr 32 Himolla 34 Aðventuskreytingar Soffíu 36 Ævintýrakonan Kyana Sue Powers á fallegt heimili 42 Aðventustjakar 44 Gjafahugmyndir – 15.000-20.000 kr 46 Jólaskeiðarnar frá Gull- og silfursmiðjunni Ernu eru klassík 48 Broste Copenhagen 50 Geggjaðar veitingar Berglindar Hreiðarsdóttur 54 Holmegaard 56 Smart ljós 58 Lene Bjerre 60 Glæsilegar jólaborðskreytingar sem gleðja 64 Kare Design 66 Gjafahugmyndir – yfir 20.000 kr 68 Fallegir sófar 72 Áramótaskreytingar 74 Actona Prentmet Oddi Útgáfustjórn: Birtíngur útgáfufélag www.birtingur.is 3

    ...